Gamlir feður verri en gamlar mæður

Kári Stefánsson
Kári Stefánsson mbl.is/Golli

Kári Stefánsson skrifar á vef New York Times í dag að karlar þurfi að hafa meiri áhyggjur af því að eiga börn seint á lífsleiðinni heldur en konur.

Hann segir að um áratugaskeið hafi konur verið varaðar við því að því eldri sem þær eru við getnað barns, því líklegra sé að barnið fæðist með einhvers konar þroskahömlun.

Karlmönnum hafi hins vegar leyft að trúa að aldur þeirra við getnað barns skipti hag barnsins litlu sem engu máli.

Kári skoðar þessar fullyrðingar, og kemst að þeirri niðurstöðu að eina þroskahömlunin sem verði líklegri eftir því sem mæður eru eldri við getnað er Downs-heilkenni, auk annarra sjaldgæfra litningagalla. Börn eldri mæðra hafi það á hinn bóginn betra í heildina en börn yngri mæðra.

Hins vegar séu eldri feður líklegri til að geta af sér afkvæmi með nýjar stökkbreytingar heldur en börn yngri feðra. Hann nefnir sem dæmi að í genum fertugs föður séu tvöfalt fleiri nýjar stökkbreytingar en hjá tvítugum föður. Ennfremur sé tvöfalt líklegra að barn fertuga föðurins þrói með sér geðklofa en barn tvítuga mannsins.

Niðurstaða hans er því sú að rétt sé að hafa meiri áhyggjur af háum aldri karlmanna við getnað barna heldur en kvenna.

Grein Kára Stefánssonar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert