Fegurðin dýru verði keypt

Fegrunaraðgerðir eru mjög algengar í Venesúela en sumar þeirra geta jafnvel dregið viðkomandi til dauða. Um 40 þúsund manns hafa látið bæta fyllingu í rasskinnar sínar en fyllingarnar hafa dregið 15 til dauða frá árinu 2011.

Í einhverjum tilvikum hefur draumur orðið að martröð því yfirleitt mistakast aðgerðirnar, segir lýtalæknir sem gerir aðgerðir á fólki sem hefur fengið slíkar fyllingar. Hann segir að í flestum tilvikum mistakist þessar fegrunaraðgerðir. Það er hins vegar ekki möguleiki fyrir alla að láta laga mistökin því slík aðgerð er rándýr miðað við hvað það kostar lítið að bæta sílikoni inn í rassinn.

Nánast undantekningarlaust lendi fólk í vandræðum eftir slíkar fegrunaraðgerðir. Kona sem AFP-fréttastofan ræddi við segir að líf hennar hafi breyst í martröð eftir slíka aðgerð. Í fyrstu hafi hún verið yfir sig sæl með hinn fullkomna rass en það hafi fljótt breyst. Svo fór rassinn að bólgna upp og hún gat ekki setið, gengið og ekki farið á klósettið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert