Hæstu tré heims í hættu vegna eldanna

Hætta er á að skógareldarnir sem brunnið hafa í Kaliforníu valdi óbætanlegum skaða á strandfuru, sem eru hæstu tré í heimi og vaxa aðeins í Kaliforníu.

Skógareldarnir hafa brunnið í viku og eru taldir vera 13. verstu skógareldar í sögu Kaliforníu. Þegar hafa um 600 ferkílómetrar lands brunnið. Þeir brenna m.a. í Yosemite-þjóðgarðinum. Þar er að finna hæstu lífverur heims, strandfurur (Sequoia sempervirens) sem geta orðið yfir 100 metrar á hæð. Þessi tré eru sum hver um 2.000 ára gömul.

Strandfura vex á þremur stöðum í þjóðgarðinum og brenna eldar nærri tveimur þessara staða. Slökkviliðsmenn leggja mikla áherslu á að koma í veg fyrir að eldarnir nái til trjánna.

Aska sem fellur til jarðar úr reyknum sem leggur frá eldunum hefur fallið ofan í vatnsból í Kaliforníu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert