Risaflóðbylgja gæti ógnað Kaliforníu

Sjórinn úti fyrir Kaliforníu er yfirleitt laus við flóðbylgjur
Sjórinn úti fyrir Kaliforníu er yfirleitt laus við flóðbylgjur AFP

750.000 íbúar Kaliforníuríkis í Bandaríkjunum gætu þurft að flýja heimili sín verði stór jarðskjálfti utan við strendur Alaska. Þetta segir í skýrslu sem birt var í dag.

Flóðbylgja af þessu tagi gæti einnig haft gríðarleg áhrif á hagkerfi ríkisins, og sökk stórum hluta flutningaskipa sem liggja við strendur ríkisins. Það eitt gæti kostað um 700 milljónir dollara, sem samsvarar um 85 milljörðum íslenskra króna.

Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að þar sem þrír fjórðu hlutar strandlengju ríkisins er hár klettaveggur þyrftu flestir íbúar Kaliforníu ekki að hafa áhyggjur af flóðbylgju.

Sérfræðingar við jarðfræðistofnun Bandaríkjanna miða við að jarðskjálfti um má 9,1 á Richter verði undan ströndum Alaskaríkis. Þeir segja skjálfta af þessari stærðargráðu fræðilegan möguleika. Til samanburðar voru Suðurlandsskjálftarnir 17. og 21. júní árið 2000 6,5 og 6,6 á Richter.

Richter-mælikvarðinn er veldisvís, þannig að skjálfti sem er 5,0 á Ricther er tífalt öflugri en skjálfti sem er 4,0 á Ricther.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert