Fundu stærsta eldfjall jarðar

Elfjallið er í Kyrrahafi, um 1.600 km austan við Japan. …
Elfjallið er í Kyrrahafi, um 1.600 km austan við Japan. Japan er á miklu jarðskjálftasvæði.

Jarðfræðingar hafa uppgötvað stærsta eldfjall jarðar, sem líklega er eitt stærsta eldfjall sem vitað er um í okkar sólkerfi. Fjallað eru um fjallið í grein í jarðfræðitímaritinu Nature Geoscience.

Elfjallið heitir Tamu Massif og er á Shatsky-hryggnum í Kyrrahafi, um 1.600 km austur af Japan. Gríðarlega stórt eldgos varð í eldfjallinu fyrir um 144 milljónum ára, en hraun sem kom upp úr gosinu þekur um 310 þúsund ferkílómetra. Það er álíka stórt svæði og Bretland og Írland til samans. Fjallið er um 3,5 km hátt.

„Tamu Massif er stærsta einstaka eldfjall í heimi,“ segir í greininni í Nature Geoscience. Í greininni segir að fjallið sé álíka stórt og Olympus-fjall á Mars, sem fram að þessu hafi verið talið stærsta eldfjall í sólkerfi okkar.

Olympus er 25 km hátt fjall, en í greininni segir að það sé samt aðeins um 25% stærra að umfangi en Tamu Massif.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert