Minni bráðnun en í fyrrasumar

Mynd frá NASA af íshellunni í Norður-Íshafinu.
Mynd frá NASA af íshellunni í Norður-Íshafinu. AFP

Ísinn í Norður-Íshafinu hefur bráðnað minna í sumar en í fyrrasumar, samkvæmt rannsókn Bandarísku geimvísindastofnunarinnar, NASA.

Kaldara hefur verið við norðurheimskautið í sumar en það síðasta. Eftir sumarið þekur íshellan nú 5,10 milljónir ferkílómetra. 

Hinn 16. september í fyrra hafði íshellan aldrei mælst jafn lítil. Talið er að íshellan hafi minnkað um 12% á áratug frá því á áttunda áratugnum en bráðnunin jókst hratt árið 2007.

En þó að bráðnunin nú sé minni en í fyrra er íshellan alltaf að þynnast. Hefur hún þynnst um 50% á síðustu áratugum. Þunnur, nýr ís hylur nú svæði þar sem áður var eldri og þykkari ís.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert