Fundu plastefni á tungli Satúrnusar

Hinir frægu hringir Satúrnusar.
Hinir frægu hringir Satúrnusar. AFP

Vísindamenn hafa fundið efni sem líkist plasti á einu af tunglum Satúrnusar. Þetta er í fyrsta sinn sem plastefni finnst utan jarðarinnar.

Rannsóknarfarið Cassini sem er í eigu NASA fann efnið með því að notast við innrauðar mælingar á fylgitungli Satúrnusar, Títan. Mælitækið nemur hitageislun frá hlutum en  hvert efni hefur sína sérstöku geislun, líkt og fingrafar. Á Títan nam tækið geislun frá propylene, sama efni og er m.a. notað til að búa til matarílát. Efnið fannst í andrúmslofti Títans, að því er fram kemur í frétt á vef Sky-sjónvarpsstöðvarinnar.

Vísindamenn höfðu reiknað út að efnið væri þar hugsanlega að finna en þetta er í fyrsta sinn sem staðfesting fæst á tilvist þess í geimnum.

Frétt Sky um málið

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert