Egg út um alla strönd

Varptími sæskjaldbaka er að hefjast og á hverjum degi skríða um þúsund þeirra á land á Ixtapilla ströndinni í Mexíkó til að verpa eggjum sínum saman í risastórum hópum.

„Til þess að skjaldbökur geti makast þurfa kynin að samhæfa mjög líkamsstöðu sína vegna skjaldarins. Auk þess þurfa þau að vefja saman hölum sínum til þess að þarfagangar þeirra nái að snertast. Þegar þessir tálmar tveir, skjöldurinn og halinn, eru frá þá getur karldýrið komið getnaðarlim sínum inn í þarfagang kvendýrsins og skilað sæði sínu þangað þannig að frjóvgun geti orðið. Þess má geta getnaðarlimur skjaldbaka er venjulega inni í þarfaganginum nema við æxlun.

Áður en að sjálfri æxluninni kemur, þá fer oft fram flókið mökunaratferli sem getur verið mjög breytilegt eftir tegundum, allt frá nokkuð grófri árás karldýranna á kvendýr, til hljóðmerkja sem eiga að örva eða vekja kvendýrið til mökunar. Sem dæmi má nefna að karldýr af ættkvísl geislaskjaldbaka (Geochelone spp.) berjast um hylli kvendýra með því að slá saman hausunum. Sá sem sigrar ræðst með ofbeldisfullum hætti að kvendýrinu sem baráttan stóð um, bítur hana í hnakkann og heldur henni meðan hann æxlast við hana. Þetta minnir mjög á mökun kattardýra,“ segir á Vísindavef Háskóla Íslands um æxlun hjá skjaldbökum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert