Orkuríkar klósettferðir

No-mix klósettið
No-mix klósettið Skjáskot af vef BBC

Vísindamenn í Nanyang Technological University (NTU) í Singapúr hafa fundið aðferð við að nota úrgang úr manninum til að framleiða orku.

Vísindamennirnir hafa í þessum tilgangi búið til sérhannað klósett til að aðgreina það sem maðurinn skilar frá sér á klósettinu, og hefur fyrsta klósettið þegar verið sett upp í skólanum. BBC greinir frá þessu á fréttavef sínum.

Úrgangurinn er svo notaður til að framleiða lífgas eða rækta þörunga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert