Fundu rómverska styttu neðansjávar

Rómversk lágmynd.
Rómversk lágmynd. Ljósmynd/Chris Nas

Ítalskir fornleifafræðingar tilkynntu í dag að þeim hefði tekist að hafa upp á fornri rómverskri marmarastyttu sem var á hafsbotni í Napólí-flóa á Ítalíu. Styttuna fann kafari upphaflega og lét vita af henni. Styttan fannst á svæði þar sem fjölmargir fornleifafundir hafa átt sér stað en þar stóð á tímum Rómarveldis keisaraleg höll en rústir hennar eru nú undir sjávarmáli.

Fram kemur í fréttinni að fundurinn sé talinn merkilegur vegna gæða marmarans og fallegs handbragðs á styttunni. Styttan er af konu og fannst í síðasta mánuði skammt utan við bæinn Baia. Höfuðið vantar á hana sem og handleggina. Ekki liggur fyrir af hverjum styttan er, hvort um er að ræða gyðju eða einhvern meðlim í keisarafjölskyldunni.

Svæðið var á tímum Rómarveldis vinsæll sumardvalarstaður hjá auðugum Rómverjum og þar voru nokkrar hallir. Nero keisari, sem var við völd frá 37-68 eftir Krist lagði hald á eina þeirra en styttan fannst þar sem höllin er talin hafa staðið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert