Stálu 42 milljónum lykilorða

AFP

Fyrr á árinu var brotist inn á stefnumótasíðuna Cupid Media og komið hefur í ljós að tölvuþrjótarnir náðu í lykilorð fyrir um 42.000.000 aðganga. Greint er frá þessu í vefriti Deloitte, Vírnum.

Um er að ræða upplýsingar (nafn, netfang og heimilisfang) ásamt lykilorðum fyrir um það bil 42 milljón aðganga. Einnig kom í ljós við rannsóknina að lykilorðið voru geymd í ódulrituðum texta (plain text) í gagnagrunni fyrirtækisins og sýnir það að passa verður að nota ekki sömu lykilorð á milli vefsíðna, segir í frétt Vírsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert