HIV-smituðum í Evrópu fjölgar

HIV-próf gert í Grikklandi.
HIV-próf gert í Grikklandi. AFP

HIV-smituðum fjölgaði um 8% í Evrópu og Mið-Asíu á milli áranna 2012 og 2011. 131 þúsund ný tilfelli voru skráð. Fjölgunin er mest í Austur-Evrópu og Mið-Asíu en þar greindust 102 þúsund ný tilfelli af HIV. Þriðjungur þeirra tilfella er í Rússlandi.

í Evrópusambandinu og á Íslandi, í Liechtenstein og Noregi, fjölgaði smituðum um innan við 1%. Í þessum löndum eru nú 29 þúsund manns greindir með HIV.

Um helmingur þeirra sem greindust á árinu 2012 höfðu verið smitaðir um nokkurn tíma og voru því í meiri hættu á að smita aðra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert