Geimganga á aðfangadagskvöld

Bandarísku geimfararnir Rick Mastracchio og Michael Hopkins fóru í geimgöngu á aðfangadagskvöld til að klára viðgerðir á kælikerfi Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Þetta er aðeins í annað skiptið í sögu Bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA sem farið er í geimgöngu á þessum degi.

Kælikerfið bilaði í síðustu viku og hefur valdið því að setja hefur þurft mikilvægar rannsóknir á ís. Var geimförunum tveimur því gert að fara í geimgönguna á meðan sá þriðji var inni í geimstöðinni og stýrði aðgerðum þaðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert