1 af hverjum 4 veit ekki að jörðin snýst um sólina

AFP

Bandaríkjamenn eru áhugasamir um vísindi en skortir grunnþekkingu á þeim. Einn af hverjum fjórum veit ekki að jörðin snýst um sólina, samkvæmt niðurstöðu nýrrar könnunar.

Yfir 2.000 Bandaríkjamenn tóku þátt í könnuninni sem framkvæmd var af Vísindastofnun Bandaríkjanna, National Science Foundation.

Tíu spurningar um vísindi voru lagðar fyrir þátttakendur og var meðaleinkunnin 6,5 - sem þykir nú ekki til mikils sóma.

Aðeins 74% vissu að jörðin er á braut um sólina og aðeins 48% vissu að nútímamaðurinn ætti sér forfeður.  

Könnunin er gerð á tveggja ára fresti. Niðurstöðum hennar verður komið til forsetans, Baracks Obama og þingmanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert