Hætta á að banvænir vírusar vakni

Vírusinn sem veldur bólusótt.
Vírusinn sem veldur bólusótt. Af Wikipedia

Vírus sem hefur legið frosinn í sífreranum í Síberíu í yfir 30 þúsund ár, er vaknaður til lífsins. Franskir vísindamenn uppgötvuðu vírusinn, sem kallast Pithovirus sibericum, er sífrerinn þiðnaði.

Í frétt Sky-sjónvarpsstöðvarinnar um málið segir að þessi tiltekni vírus sé ekki hættulegur mönnum og dýrum en hins vegar vakni spurningar um hvort aðrir vírusar, sem jafnvel eru lífshættulegir, komi aftur fram. Hafa vísindamennirnir m.a. nefnt vírusinn sem veldur bólusótt/stórubólu í því sambandi. Sá vírus hefur ekki greinst í mönnum frá árinu 1977.

„Endurlífgun vírusa sem hingað til hefur verið talið að búið væri að uppræta, svo sem vírusinn sem veldur bólusótt, er ekki lengur bundin við vísindaskáldskap,“ segir í tilkynningu frá Vísindastofnun Frakklands, CNRS. „Það verður að rannsaka þann möguleika að þetta geti gerst.“

Jean-Michel Claverie, prófessor hjá Vísindastofnun Frakklands, segir að þiðnun sífrerans vegna hnattrænnar hlýnunar sé „uppskrift að hörmunum“.

Frétt BBC um málið.

Frétt Sky í heild.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert