Nýburi læknast af HIV

AFP

Bandarískt barn sem fékk meðferð við HIV smiti einungis fjórum klukkustundum eftir fæðingu virðist vera laust við veiruna tæpu ári síðar. Er þetta annað tilvikið þar sem tekst að lækna nýbura af HIV.

Að sögn lækna vekur þetta vonir um að læknismeðferð strax eftir fæðingu barns skili árangri. Í fyrra var sagt frá barni í Mississippi sem læknaðist af HIV. Það barn hefur verið án lyfja í 21 mánuð og ekkert bendir til þess að HIV veiran sé til staðar í líkama barnsins.

Fjallað var um mál barnanna tveggja, tvær stúlkur, á ráðstefnu í Boston í gær. Litla stúlkan er fædd í Los Angeles en móðir hennar var smituð af HIV og hafði ekki tekið lyfin sín. Því voru miklar líkur á að hún hefði smitað fóstrið.

Þegar hún fæddist  voru sýni strax tekin úr henni og hún fékk stóran skammt af lyfjum við HIV án þess að vitað væri hvort hún væri smituð eður ei. Að sögn læknis hennar tekur nokkra daga að fá niðurstöðu úr sýnum og ákveðið var að bíða ekki eftir niðurstöðinni og fékk hún fyrsta lyfjaskammtinn einungis fjögurra klukkustunda gömul sem er mun fyrr heldur en stúlkan í Mississippi.

Þegar niðurstöður úr rannsókninni komu sást að hún var smituð af HIV en þegar hún var sex daga gömul voru engin merki um HIV í líkama hennar. Segja læknar það stórmerkilegt hversu stuttan tíma það tók að yfirbuga HIV með lyfjagjöf.

Stúlkan er nú 11 mánaða gömul og hún er enn í lyfjameðferð. Hún braggast hins vegar vel hjá fjölskyldunni sem tók hana í fóstur við fæðingu.

Ekki er vitað til þess að hægt sé að lækna AIDS en talið er að um 70 milljónir íbúa heimsins hafi smitast af sjúkdómnum. Þar af eru 35 milljónir látnir, samkvæmt upplýsingum frá WHO.Læknaðist af HIV

mbl.is
2ja daga Lightroom námskeið 30.+ 31.okt.
LIGHTROOM NÁMSKEIÐ 30. OG 31. OKT. 2ja daga byrjenda námskeið í LIGHTROOM ...
Rafmagnstjakkur til sölu
rafmagns pallettutjakkur til sölu, lyftir ca. 1200 kg. Nánari uppl. í s. 772-299...
SKRIFSTOFUHERBERGI
TIL LEIGU 2 SKRIFSTOFUHERBERGI Á GÓÐUM STAÐ VIÐ SÍÐUMÚLA. ANNAÐ ER AÐ HEFÐBUNDIN...
INTENSIVE ICELANDIC and ENGLISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna
START/BYRJA: 30/10, 27/11 - 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6. 4 week...
 
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...