Er þetta sætasta dýr í heimi?

Þetta litla, ofursæta letidýr, heillar alla upp úr skónum.
Þetta litla, ofursæta letidýr, heillar alla upp úr skónum. Af Vimeo

Það er eins og lítil letidýr séu að reyna að tala. Það er líka eins og þau brosi. Þess vegna fellur mannfólkið fyrir þeim.

Heimkynni þeirra eru aðallega í Mið- og Suður-Ameríku en þau eiga undir högg að sækja. Þau komast ekki hratt yfir og verða því stundum fyrir bílum. Þá vilja þau helst klifra í trjám en rugla þeim stundum saman við rafmagnslínur, sem getur reynst þeim hættulegt. Þau meiða sig oft á vírunum.

Eitt sinn voru letidýr víða í Bandaríkjunum. Svo er ekki í dag. Þau þoldu illa sambúðina við manninn. 

Í dag er hins vegar vakning meðal fólks og margir vilja vernda þessi sérstöku og heillandi dýr. 

Lucky Cooke, höfundur bókarinnar The Power Of The Sloth, er ein af þeim. Hún birti í vikunni myndskeið af ungu letidýri sem skrækir eins og smábarn - og virðist brosa, svona annað slagið.

Cooke er stofnandi Slothville.

Í Costa Rica er rekið athvarf fyrir letidýr sem hefur vakið heimsathygli. Þar eru særð dýr og munaðarlaus fóstruð. Um 130 letidýrum hefur verið sleppt aftur út í náttúruna eftir dvöl í athvarfinu.

Til að sjá fleiri sæt dýr smelltu hér eða á renninginn fyrir ofan greinina.

Sloth Squeak! from Lucy Cooke on Vimeo.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert