Condoleezza Rice í stjórn Dropbox

Condoleezza Rice
Condoleezza Rice Mynd/Reuters

Fyrrum utanríkisráðherra Condoleezza Rice hefur verið skipuð í stjórn fyrirtækisins Dropbox. Skipunin hefur vakið mikla athygli, sérstaklega eftir uppljóstranir Edwards Snowdens og WikiLeaks um njósnir Bandaríkjastjórnar á þeim tíma er Rice gegndi ráðherraembætti. 

Tilkynnt var um skipunina á sama tíma og fyrirtækið kynnti forritið Mailbox fyrir Android-stýrikerfið. Hafa nokkrir notendur Dropbox, sem óánægðastir eru með skipunina hafið herferð gegn henni. Telja þeir það óheppilegt að ráðherra í ríkisstjórn sem stundaði njósnir skuli vera skipuð í stjórn fyrirtækis sem sérhæfir sig í skráardeilingu. 

Rice er menntuð stjórnmálafræðingur og gegndi stöðu utanríkisráðherra Bandaríkjanna á árunum 2005-2009 og var þjóðaröryggisráðgjafi frá 2001-2005. Hún var önnur konan til þess að gegna embætti utanríkisráðherra, og jafnframt fyrsta blökkukonan. Þá var hún einnig fyrsta konan til þess að gegna stöðu þjóðaröryggisráðgjafa. 

Sjá frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert