Draga verður hratt úr brennslu kolefnaeldsneytis

Ríki heims verða að draga hratt úr brennslu kolefnaeldsneytis og einblína á endurnýjanlega orkugjafa að því er segir í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna þar sem fjallað er um leiðir til að berjast gegn loftlagsbreytingum.

Skýrslan hefur nú verið birt en það ver gert í Berlín, höfuðborg Þýskalands. Margir hafa beðið lengir eftir niðurstöðunum. 

Þar segir m.a. , að jarðgas muni gegna lykilhlutverki í orkuframleiðslu svo draga megi úr brennslu olíu og kola.

Breska ríkisútvarpið fjallar um málið, en þar segir að ágreiningur sé um hver eigi að greiða kostnaðinn sem fylgir þessari breytingu. 

Skýrslan kemur úr smiðju loftslagsnefndar SÞ (IPCC) en markmiðið var að útskýra loftlagsbreytingar og áhrif þeirra með vísindalegum hætti.

Skýrsluhöfundar sega að losun koltvísýrings aukist hratt í heiminum. Menn verði hins vegar að snúa þeirri þróun við og að það verði að gerast hratt. Þeir segja að vísindin hafi talað sínu máli í þessum efnum. 

Tekið er fram að það sé í höndum stjórnmálamanna að taka ákvarðanir. Vísindamenn séu kortagerðarmenn sem stjórnmálamenn eigi að nýta til að sigla eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert