Algjör tunglmyrkvi

Almyrkvi á tungli í gær sást mjög vel bæði í Norður- og Suður-Ameríku. Evrópubúar þurfa enn að bíða eftir slíku sjónarspili.

Almyrkvinn er sá fyrsti sem verður frá því í desember árið 2011.

Á meðfylgjandi myndskeiði frá NASA á sjá hvernig tunglið smám saman myrkvaðist og varð eldrautt á tímabili.

Myrkvinn hófst kl. 4.53 aðfararnótt þriðjudags að íslenskum tíma og var tunglið aftur orðið fullt og bjart kl. 10.37.

Fleiri sambærilegir tunglmyrkvar munu verða í ár. Alls verða þeir fjórir. Slík ferna er sjaldgæf. Hún átti sér síðast stað á árunum 2003 og 2004 og verður ekki aftur fyrr en 2032-2033.

Næsti almyrkvi tungslsins verður 8. október. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert