Segja breytingar leiða til hærra verðs

Síminn hyggst fara rukka fyr­ir inn­lenda in­ter­net­notk­un og allt upp- …
Síminn hyggst fara rukka fyr­ir inn­lenda in­ter­net­notk­un og allt upp- og niður­hal. mbl.is/Árni Sæberg

Fjarskiptafyrirtækið Hringdu ehf. varar við þeirri þróun, að fjarskiptafyrirtæki rukki fyrir alla internetnotkun, og telur að með þessu sé verið að stíga fyrsta skrefið til hærra verðs fyrir internetþjónustu á Íslandi.

Nýlega tilkynnti Síminn að hann ætlaði sér að breyta verðlagningu internetþjónustu sinnar. Hingað til hefur tíðkast hér á landi að rukka viðskiptavini eingöngu fyrir erlent niðurhal, en frá og með 1. september næstkomandi hyggst Síminn rukka viðskiptavini sína fyrir alla internetnotkun, bæði innlenda og erlenda, upp- og niðurhal.

Fyrirtækið hyggst einnig stækka gagnamagn­spakka sína. Þannig mun grunn­pakk­inn nnhalda 15 GB en hafði áður aðeins 1 GB. Stærð hans fimmtán­fald­ast. Tíu GB leiðin ríf­lega sjö­fald­ast og verður 75 GB. Bæði 50 GB og 100 GB leiðirn­ar þre­fald­ast og verða ann­ars veg­ar 150 GB og hins veg­ar 300 GB. Og sú stærsta sem áður var 200 GB verður 600 GB

Í tilkynningu frá Hringdu segir að þetta feli í sér miklar breytingar. Meðal annars þær að notkun á innlendum vefjum, til dæmis áhorf á efni á ruv.is, verði nú gjaldskyld, að deila eða taka öryggisafrit af eigin efni á skýjaþjónustum, eins og Dropbox, iCloud og Google Drive, verði einnig gjaldskylt og að erlent efni sem speglað hefur verið á innlendum netþjónum, svo sem YouTube, Facebook og Spotify, verði enn fremur gjaldskylt.

„Þrátt fyrir að Síminn hafi tilkynnt að hann muni í tengslum við þessar breytingar auka gagnamagn til viðskiptavina telur Hringdu að til langs tíma litið opni þessi breyting smugu til mikilla verðhækkana til neytenda,“ segir í tilkynningunni.

Hringdu mun ekki fara að fordæmi Símans heldur fyrirtækið svo á að þessi breyting muni gera þjónustu þess enn samkeppnishæfari. Hringdu vonast jafnframt til þess að önnur
fjarskiptafyrirtæki bregðist við á sama hátt, „enda væri annað slæm þróun fyrir neytendur,“ segir í tilkynningunni.

Frétt mbl.is: Margir munu geta lækkað reikning sinn

Frétt mbl.is: Síminn hyggst rukka fyrir alla notkun

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert