Heitasti júní frá upphafi mælinga

Júní síðastliðinn er sá hlýjasti í heiminum frá því að mælingar hófust árið 1880 að sögn bandarískra veðurfarssérfræðinga. 

Samanlagður meðalhiti yfir landi og sjó var 16,22°C. Því var hitastigið í júní 0,72°C yfir meðalhita mánaðarins á síðustu öld og sló fyrra met sem var sett í júní árið 2010.

„Í flestum heimshlutum var hitinn að meðaltali hærri og methiti var á suðausturhluta Grænlands, í norðurhluta Suður-Ameríku og í Austur- og Mið-Afríku,“ segir í yfirlýsingu bandarísku sérfræðinganna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert