Vildu njósnastöð á tunglið

Er einhver þarna á tunglinu að fylgjast með okkur?
Er einhver þarna á tunglinu að fylgjast með okkur? AFP

Bandaríski herinn ætlaði sér eitt sinn að byggja eftirlitsstöð á tunglinu. Þetta kemur fram í skjölum sem trúnaði var nýlega aflétt af.

Skjölin eru frá árinu 1959 og fjalla um verkefni sem kallað var Project Horizon, eða Verkefni sjóndeildarhringur. Samkvæmt hugmyndunum sem þar koma fram vildi herinn koma eftirlitsstöð á tunglið til að fylgjast með fjarskiptum og öðru á jörðu niðri.

Bandarísk stjórnvöld hurfu frá þeim áformum en eru nú þess í stað með fjölda gervitungla á braut um jörðu.

Skjölin voru gerð opinber í tilefni af því að nú eru 45 ár liðin frá því að Neil Armstrong gekk á tunglinu.

Í skjölunum kemur einnig fram að herinn hafði hug á að koma vopnastöð fyrir á tunglinu. Þaðan hefði þá verið hægt að stýra árás á óvini á jörðu niðri.

Frétt Sky um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert