Mesta umferð frá gosinu í Eyjafjallajökli

Skjáskot af síðu Flightradar24. Á henni má meðal annars sjá …
Skjáskot af síðu Flightradar24. Á henni má meðal annars sjá flugumferð yfir Íslandi.

Hrap MH17, malasísku farþegaþotunnar, í Úkraínu 17. júlí síðastliðinn hefur orðið til þess að sífellt fleiri kynna sér flugleiðir og staðsetningu flugvéla í gegnum vefsvæðið Flightradar24. Þá er smáforrit með sama nafni efst á vinsældalistum í Bretlandi, Þýskalandi og í Hollandi.

Flightradar24 var sett á kopp af tveimur áhugamönnum um flug og flugvélar. Síðan er hýst í Svíþjóð þar sem höfuðstöðvar fyrirtækisins eru einnig.

Umferð um síðuna hefur vaxið í gegnum árin og fékk meðal annars mikla athygli vegna eldgossins í Eyjafjallajökli en þá lagðist flug af á stóru svæði í Evrópu fyrir fjórum árum.

Frederik Lindahl, framkvæmdastjóri Flightradar24, segir aukninguna í tengslum við gosið hins vegar litla miðað við þá sem varð eftir hrap MH17. Var hún í raun svo mikil að síðan þoldi vart álagið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert