Búa til app til að biðja

Kirkja - Nú er einnig hægt að nálgast innri frið …
Kirkja - Nú er einnig hægt að nálgast innri frið í gegnum snjallsímann. Ljósmynd/Akir

Úkraínskir rétttrúnaðarmenn í leit af andlegri leiðsögn þurfa ekki að leita lengra en til snjallsíma sinna, þar sem dómkirkja í Kænugarði hefur gefið frá sér sitt eigið bænaapp.

Kirkjan sem um ræðir er Svyato-Troyitskyy kirkjan í Kænugarði en hugmyndina að appinu átti Volodymyr Shemarov, 21 ára sagnfræðinemi. Hann segir að þetta sé fyrsta skiptið sem kirkja í Sovétríkjunum fyrrverandi eigi frumkvæði að slíku framtaki.

„Unga fólkið fer sjaldan í kirkju, því frekar kýs það að sitja við tölvurnar sínar og skoða samfélagsmiðla,“ segir hann. „Mig langar að vekja hjá því áhuga með því að samþætta kirkjuna og fjarskiptatækni.“

Appið gerir manni kleift að „stíga í stafræna kirkju til að biðja, leita innri friðar og spyrja presta um ráð,“ auk þess sem þar er hægt að nálgast upplýsingar um helgihald kirkjunnar. Prestar taka vel í appið og reyna með virkum hætti að koma því á framfæri.

Fréttastofa breska ríkisútvarpsins, BBC, greinir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert