Þrívíddarprentaðir hlutir á Amazon

Þrívíddarprentað eyra Van Gogh. Það verður þó ólíklega til sölu …
Þrívíddarprentað eyra Van Gogh. Það verður þó ólíklega til sölu á Amazon. AFP

Rafræni verslunarrisinn Amazon hefur tilkynnt um opnun rafrænnar verslunar með þrívíddarprentaða hluti þar sem viðskiptavinir geta hannað hluti sjálfir, t.d. eyrnalokka, hálsmen og dúkkur.

Í búðinni verða yfir 200 vörur í boði og samanstendur lagarinn m.a. af nælon veskjum, vaxinnsigli, kökuskerum og styttum úr plasti.

„Tilkoma verslunar okkar með þrívíddarprentaðar vörur bendir til breyttra tíma netverslunar; að framleiðsla geti verið skilvirkari og hægt sé að veita viðskiptavininum betri upplifun. Söluaðilar, í samstarfi við hönnuði og framleiðendur, geta boðið upp á betri birgðir fyrir viðskiptavini sína til að sérsníða og raunverulega búa til sínar eigin vörur,“ segir í tilkynningu frá Amazon.

„Búðin gerir okkur kleift að aðstoða söluaðila, hönnuði og framleiðendur við að ná til milljóna viðskiptavina með því að skapa skemmtilega og skapandi upplifun til að sérsníða mögulega ótakmarkaðan fjölda vara á frábæru verði í mörgum vöruflokkum.“

Búðin mun einnig bjóða hönnuðum upp á þann möguleika að bjóða nýjar vörur sem hægt er að breyta. Viðskipavinir munu geta séð vöruna í svokölluðu 360° útliti, þar sem hægt er að sjá vöruna frá hvaða sjónarhorni sem er.

Upplifun af netverslun skilgreind upp á nýtt

Clement Moreau, forstjóri þrívíddarprentunarfyrirtækisins Sculpteo segir upplifun viðskiptavina af netverslun verða skilgreinda upp á nýtt með tilkomu þrívíddarprentunar.

Hann segir þrívíddarprentun bjóða upp á skilvirka leið sem komi sér vel fyrir viðskipavini með óendanlegu vöruúrvali.

„Með 3D prentun eru ákvarðanir viðskiptavinarins ekki lengur bundnar við það hvað sé til á lager heldur við hvað þeir geti ímyndað sér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert