Rannsaka kynjahalla á Wikipedia

Mynd/AFP

Stofnunin National Science Foundation hefur fengið 200 þúsund dollara í styrk til þess að rannsaka kynjahalla á alfræðivefsíðunni Wikipedia. Bandarísk yfirvöld styrkja með fjárhæðinni tvær rannsóknarstöður, við Yale og New York háskóla. 

Er markmið rannsóknarinnar að útskýra það sem rannsakendur kalla „kerfisbundna mismunun kynjanna,“ á vefsíðunni. 

Vefsíðan Wikipedia fór í loftið árið 2001 og virkar á þann veg að hver sem er getur bætt upplýsingum við greinarnar að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. 

Með styrkveitingunni fylgdi nánari útskýring á verkefninu. „Síðan vefsíðan fór í loftið árið 2001, er hún orðin stærsta upplýsingaveita í heiminum og er mikilvægt verkefni þeirra sem stunda rannsóknir. Ólíkt venjulegum alfræðiritum, sem er ritstýrt af sérfræðingum, er vefsíðan opin öllum og byggir á lýðræðislegum sjónarmiðum,“ segir í útskýringunni. 

„Þrátt fyrir það sýna rannsóknir að vefsíðan er full af kerfisbundinni mismunun kynjanna, bæði þegar kemur að efni og höfundum. Hvernig gerist þetta og af hverju?“ er spurningin sem Julia Adams, félagsfræðiprófessor við Yale-háskólann og Hannah Brueckner, varaforseti félagsfræðideildar við NYU Abu Dhabi munu leita svara við en þær hlutu styrkinn sem um ræðir. 

Sjá frétt Fox News

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert