Snjallforrit fyrir ofnæmissjúklinga

Mynd/383

Vísindamenn frá Birmingham í Bretlandi hafa hannað snjallforrit sem hjálpar til að fylgjast með frjókornum í nágrenninu. Lítill mælir, sem staðsettur er utandyra, sendir strax skilaboð í símann þar sem koma fram upplýsingar um fjölda frjókorna í loftinu. Getur þetta forrit því verið bjargvættur þeirra sem glíma við frjókornaofnæmi. 

Notendur forritsins geta síðan merkt inn í forritið líðan sína við mismunandi aðstæður og myndað þannig gagnabanka sem segir þeim til um hvenær óhætt sé að ferðast utandyra. Þá mun forritið einnig vera beintengt við upplýsingar frá veðurstofu um nýjustu frjókornamælingar og spár. 

Höfundar tækisins hafa stofnað fyrirtækið 383 sem á að framleiða forritið sem mun bera nafnið Nosee. Frumgerð hefur verið búin til, en ekki hefur verið ákveðið hvenær framleiðslan hefst. 

Sjá frétt The Daily Mail

Mynd/383
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert