Hvetja Armena til að skrifa á Wikipedia

Wikipedia - Armenar bera af nágrönnum sínum í greinaskrifum á …
Wikipedia - Armenar bera af nágrönnum sínum í greinaskrifum á Wikipedia Af Wikipedia Commons

Armenar eru hvattir til dáða í nýrri auglýsingarherferð sem miðar að því að fá hvern íbúa landsins til að skrifa grein á Wikipedia. Herferðin ber heitið „Einn Armeni, ein grein“ og er henni ætlað að auka fjölda og gæði Wikipedia-greina á armenskri tungu og koma armenskri menningu betur á framfæri, samkvæmt auglýsingu í armensku sjónvarpi.

Síðan herferðin hófst í mars hafa armenskir fjölmiðlar greint frá því að um 102 þúsund greinar séu á asersku Wikipedia síðunni og næstum 84 þúsund á georgísku. Svo virðist sem armenska Wikipedia síðan beri af nágrannalöndunum hvað greinafjölda varðar, sem er nú hærri en 390 þúsund greinar. Til samanburðar eru rúmlega 38 þúsund greinar á íslenska Wikipedia.

Herferðin hófst sem myndband á Youtube en öðlaðist nýtt líf í gervihnattasjónvarpi fyrir Armena um allan heim að sjá. Tvístraður fjöldi Armena fyrir utan landið, sem talið er að sé um 8 milljónir, er mun fjölmennari hópur en íbúafjöldi Armeníu, sem er um 3 milljónir.

Þá hafa þjóðkunnir lista- og stjórnmálamenn tekið þátt í átakinu og skrifað grein á Wikipedia. „Einn Armeni, ein grein - ég mun vafalaust taka þátt og trúi því að þú gerir það líka,“ sagði menntamálaráðherra landsins, Armen Ashotyan.

Frá þessu greinir BBC, fréttaveita breska ríkisútvarpsins.

Hér fyrir neðan má sjá auglýsinguna á Youtube.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert