Snjallforrit veldur illdeilum

Forritinu er stýrt í samstarfi við tæknirisann Google.
Forritinu er stýrt í samstarfi við tæknirisann Google. mbl.is/Golli

Bókunarsnjallforrit leigubílafyrirtækisins Uber hefur valdið heiftarlegum deilum milli fyrirtækisins og samkeppnisaðilans Lyft. Þetta kemur fram í frétt Sky News. Snjallforritinu er stýrt í samstarfi við tæknirisann Google og gerir það farþegum kleift að bóka bíl með einum smelli, en hann kemur síðan jafnan innan örfárra mínútna. Forsvarsmenn Uber vilja meina að starfsmenn Lyft hafi bókað um þrettán þúsund ferðir með Uber og síðan hætt við þær allar, til þess eins að trufla starfsemi fyrirtækisins.

Þessu mótmæla forsvarsmenn Lyft hins vegar harðlega og segja að starfsmenn Uber hafi sjálfir bókað og síðan hætt við um fimm þúsund ferðir í því sem þeir kalla „tilraun til eyðileggingar“.

Talsmaður Uber segir þessar ásakanir Lyft ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum. Hann sagði ennfremur í tilkynningu að hluthafar í Lyft hefðu nýlega þrýst á Uber að taka yfir rekstur Lyft, sem annars myndi „springa í loft upp“. 

Ekki er um eiginlegan leigubílarekstur að ræða hjá fyrirtækjunum, heldur tengja forritin snjallsímanotendur í leit að fari við bílstjóra á sömu leið sem tengdir eru við kerfið.

Frétt Sky News

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert