Ritvél Tom Hanks fór beint á toppinn

Mynd/Skjáskot

Leikarinn Tom Hanks hefur lengi haft mikið dálæti á gömlum ritvélum. Svo mikinn að hann ákvað að gefa út sitt eigið forrit í iPad sem gerir þér kleift að skrifa eins og þú sért að skrifa á ritvél. Þegar slegið er á takkana kemur sama hljóð og á ritvél, og táknin eru eins og á vélunum gömlu, góðu. 

Forritið er framleitt í samstarfi við fyrirtækið Hitcents. Hægt er að velja á milli þriggja ritvéla, The Prime Select, sem er venjuleg ritvél, 707, sem er hljóðlátari og svo The Golden Touch, sem er flottasta tegundin. Forritið fór strax á topp vinsældarlistans í App-store, og því greinilegt að fleiri en Hanks sakna ritvélanna. 

Sjá frétt TechCrunch

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert