Brjóstagjöf dregur úr fæðingarþunglyndi

Brjóstagjöf
Brjóstagjöf Skapti Hallgrímsson

Brjóstagjöf dregur verulega úr líkum úr fæðingarþunglyndi samkvæmt nýrri rannsókn sem 14 þúsund nýbakaðar mæður tóku þátt í.

En þrátt fyrir að brjóstagjöf dragi verulega úr líkunum á að mæður þjáist af fæðingarþunglyndi þá aukast líkurnar verulega ef konur, sem ætla sér að vera með börn sín á brjósti, eru ófærar um það.

BBC fjallar um rannsóknina á vef sínum en hún er birt í tímaritinu Maternal and Child Health. Þar er mælt með því að konur sem ekki geti, einhverra hluta vegna, ekki verið með börn sín á brjósti fái aukinn stuðning enda skipti andleg heilsa þeirra miklu máli.

Ein af hverjum tíu konum þjáist af þunglyndi í kjölfar fæðingar. Samkvæmt rannsókninni sem var unnin í Bretlandi minnkuðu líkurnar á þunglyndi um 50% við brjóstagjöf í kjölfar fæðingar. Líkurnar á þunglyndi rúmlega tvöfölduðust aftur á móti ef mæðrunum tókst ekki að vera með börn sín á brjósti.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert