Fóru ekki á réttan sporbaug

Soyuz eldflaugarnar eru framleiddar af Rússum.
Soyuz eldflaugarnar eru framleiddar af Rússum. P BAUDON

Evrópska geimferðastofnunin segir að tveir nýjustu gervihnettirnir sem stofnunin sendi á loft í gær hafi ekki ratað inn á réttan sporbaug. Ekki hafi tekist að skjóta þeim eins hátt á loft og fyrirhugað var.

Talsmenn geimferðastofnunarinnar segja að hún hafi stjórn á gervihnöttunum en verið sé að kanna hvort hægt sé að leiðrétta stefnu þeirra. Eins sé verið að skoða hvaða áhrif núverandi staðsetning hafi á virkni þeirra.

Gervihnettirnir Doresa og Milena var skotið á loft með Soyuz eldflaug. Frestað var að skjóta þeim á loft um einn sólarhring vegna slæms veðurs.

Evrópska geimferðastofnunin ætlar að skjóta upp 26 gervihnöttum á næstu þremur árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert