Hökkuðu vef PlayStation

AFP

PlayStation vefur Sony liggur niðri eftir að tölvuhakkarar gerði árás á vefinn. Í tilkynningu frá Sony kemur fram að þrjótarnir hafi ekki náð neinum persónulegum upplýsingum um notendur. 

Í gær var tilkynnt um að það væri sprengja um borð í flugvél American Airlines sem einn af framkvæmdastjórum Sony var að ferðast með.

Talskona Sony í Tókýó segir að hópur eða einstaklingur sem notar Twitter aðganginn @LizardSquad hafi lýst yfir ábyrgð á árásunum. Segir þar að þeir hafi sett fána ISIS á vefþjóna Sony. Ekki liggur fyrir hvers vegna tölvuþrjótarnir leggja til atlögu við Sony nú en viðgerð er hafin á vef PlayStation.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert