Fjarlægðu fóstur 36 árum síðar

Læknar á Indlandi fjarlægðu nýlega beinagrind fósturs úr konu, en beinin höfðu verið þar í 36 ár. Konan, sem er 60 ára í dag, varð þunguð þegar hún var 24 ára en missti fóstrið þar það var utan legsins.

Unga konan var skelfingu lostin og þorði ekki að fara í aðgerð til að láta fjarlægja fóstrið. Hún fann fyrir miklum sársauka en þáði aðeins verkjastillandi lyf. Að lokum dró úr sársaukanum en nokkrum árum seinna jókst hann á ný og leitaði konan sér aðstoðar á sjúkrahúsi.

Að sögn læknis kom konan á sjúkrahúsið og kvartaði undan verk í kvið. Við skoðun fannst hnúður neðarlega hægra megin á kvið hennar og var í fyrstu talið að um krabbamein væri að ræða. Í ljós kom að um bein fóstur var að ræða.

Aðgerð sem framkvæmd var til að fjarlægja fóstrið gekk vel, en það var á milli legs konunnar, þvagblöðru og þarma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert