Framleiða risa-iPad

Nýr iPad mun samkvæmt heimildum Bloomberg hafa 12,9 tommu skjá.
Nýr iPad mun samkvæmt heimildum Bloomberg hafa 12,9 tommu skjá. Mynd/AFP

Fyrirtækið Apple vinnur nú að gerð nýs iPads sem verður mun stærri en þeir sem áður hafa komið á markað. Verður skjár spjaldtölvunnar 12,9 tommur, sem þýðir að hann verður um 30% stærri en fyrri tegundir. 

Apple hefur enn ekki staðfest fréttirnar en upplýsingarnar um hinn nýja iPad bárust frá fyrirtæki sem framleiðir rafbúnað í tölvuna. Á vefsíðunni Apple Insider er rætt um að um sé að ræða einhvers konar iPad Pro, sem muni vera öflugri en fyrri tegundir og líkist meira fartölvu. Þróun hins nýja iPads hefur samkvæmt heimildum Bloomberg, tekið meira en ár. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert