Tilraunir á öpum gefa góða raun

Læknar hafa snúið sér að lyfinu þar sem ekki er …
Læknar hafa snúið sér að lyfinu þar sem ekki er til nein lækning við ebólu. Yfir 1.500 hafa látist frá því faraldurinn braust út í Gíneu. AFP

Niðurstöður rannsókna sem voru framkvæmdar á 18 öpum sem var gefið tilraunalyf gegn ebólu, ZMapp, sýna fram að á lyfið vinnur bug á sjúkdómnum, einnig á þeim sem voru orðnir mjög veikir af ebólu. Klínísk gögn úr einu rannsókninni sem gerð hefur verið sýna fram á 100% árangur, þ.e. allir apanir lifðu af.

Vísindamenn hafa birt niðurstöðurnar í vísindaritinu Nature. Þeir segja að þarna hafi verið tekið stórt skref fram á við.

Fjallað er um málið á vef breska ríkisútvarpsins. Þar er bent á að talið sé að um 20.000 manns geti smitast af sjúkdómnum í faraldrinum í Vestur-Afríku og að þær takmörkuðu birgðir sem séu til af bóluefninu muni ekki hjálpa því fólki. 

Þá kemur fram að tveir af hverjum sjö sem hafa fengið lyfið hafa látist af völdum sjúkdómsins. 

ZMapp er enn á tilraunastigi og ekki hafa verið birtar neinar upplýsingar um virkni lyfsins, þar á meðal hvaða aukaverkanir fylgi inntöku þess. 

Sóttvarnalæknir telur ólíklegt að ebóla muni berast til Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert