iPhone gæti komið í stað greiðslukorta

iPhone.
iPhone. EPA

Nýjasta útgáfan af iPhone, sem líklega verður kynnt til sögunnar 9. september, gæti að miklu leyti komið í stað greiðslukorta ef marka má spár um hvernig síminn muni virka.

Nýi síminn verður mögulega búinn örflögu, sem hægt væri að skanna við afgreiðslukassann og ganga þannig frá greiðslu. Síminn myndi fyrst um sinn vera staðgengill greiðslukorts eiganda síns. Með tímanum gæti þróunin hins vegar orðið sú að kortið sjálft yrði ekki lengur til.

Styrkur Apple liggur einna helst í því að þeir hafa bæði forráð á vél- og hugbúnaði sínum. Google býður upp á NFC greiðslur (e. near field communication) í Android-símum, en þar sem vélbúnaðinn hefur vantað til að ganga frá greiðslunni, þá hafa fáir verslunareigendur séð sér hag í að setja upp búnað til að taka við greiðslum með þeim hætti.

Þó svo að í þessu felist ákveðin framtíðarmúsík, þá hafa greiðslukortafyrirtækin Visa og American Express að sögn gengið frá samningum við Apple.

iPhone 5S
iPhone 5S AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert