Öfgar í veðurfari af mannavöldum

Magn koltvíoxíðs og fleiri gróðurhúsalofttegunda hefur aldrei mælst meira í andrúmslofti jarðar en á síðasta ári, að sögn Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO).

„Við vitum án nokkurs vafa að loftslag jarðar er að breytast og öfgar í veðurfari eru að aukast af mannavöldum, meðal annars vegna brennslu jarðefnaeldsneytis,“ sagði Michael Jarraud, yfirmaður veðurfræðistofnunarinnar. „Við verðum að snúa þessari þróun við með því að draga úr losun koltvíoxíðs og annarra gróðurhúsalofttegunda.“

Höfin súrna

Magn koltvíoxíðs mældist 142% meira en fyrir iðnbyltingu, eða árið 1750. Jarraud sagði þróunina mikið áhyggjuefni, meðal annars vegna þess að hún stuðlaði að aukinni súrnun hafanna sem gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir vistkerfi sjávar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert