Hreyfing eykur vellíðan

Á undanförnum árum hefur það færst mjög í vöxt á …
Á undanförnum árum hefur það færst mjög í vöxt á Íslandi að fólk hjóli í og úr vinnu. mbl.is/Styrmir Kári

Það eykur andlega vellíðan að ganga eða hjóla í vinnuna í stað þess að ferðast á bíl. Einbeitingin eykst og minna álag fylgir því að ganga eða hjóla. Þetta segja vísindamenn við háskólann í Austur-Anglíu á Bretlandi sem rannsökuðu áhrif þessa ólíku ferðamáta á fólk.

Fjallað er um rannsóknina á vef breska ríkisútvarpsins, en í henni voru ferðavenjur um 18.000 Breta rannsakaðar á 18 ára tímabili. Rannsóknir á 10 ára tímabili sýndu fram á að það sé sömuleiðis betra fyrir fólk að nota almenningssamgöngur í stað þess að aka bíl.

Vísindamennirnir segja að stefnumótun sem hvetji fólk til að skilja bílinn eftir heima gæti haft meiriháttar áhrif á vellíðan fólks. 

Það er vitað að hreyfing hefur jákvæð áhrif á líkamlega heilsu fólks og þessi nýja rannsókn þykir renna frekari stoðum undir það að hreyfing hafi einnig jákvæð áhrif á andlega heilsu einstaklinga. 

Um þrír af hverjum fjórum (73%) þátttakendum sögðust ferðast til og frá vinnu í bifreið á meðan 13% gengu og 3% notuðu reiðhjól. Um 11% notuðu almenningssamgöngur. 

Rannsóknin sýndi fram á að þeir sem gengu eða hjóluðu í og úr vinnu leið betur heldur en þeir sem óku eða notuðu almenningssamgöngur. 

Hluti þátttakenda var beðinn um að skipta um samgöngumáta, þ.e. að hjóla eða ganga til vinnu stað þess að aka eða taka strætó. Vísindamennirnir segja að breytingin hafi leitt til aukinnar vellíðunar.

Svo er alltaf hressandi að ganga.
Svo er alltaf hressandi að ganga. mbl.is/Ómar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert