Hafa selt yfir 10 milljón eintök

iPhone 6
iPhone 6 AFP

Apple hefur þegar selt meira en 10 milljón eintök af iPhone 6, en aðeins þrír dagar eru liðnir frá því síminn fór fyrst í sölu sl. föstudag. Þessi nýjasta viðbót Apple-fjölskyldunnar hefur selst betur en iPhone 5S og iPhone 5C þegar þeir komu út á seinasta ári, en þeir seldust í 9 milljón eintökum fyrstu söluhelgina.

Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, sagði eftirspurnina meiri en framboðið, og sagði að fyrirtækið hefði getað selt enn fleiri eintök af iPhone 6 og iPhone 6 plús ef birgðir hefðu leyft. Þetta kemur fram á vef Reuters fréttastofunnar.

Sérfræðingar höfðu áætlað að á fyrstu söluhelginni gætu selst allt að 10 milljónir iPhone síma eftir að fyrirfram pantanir á símanum náðu 4 milljónum á fyrsta degi sem opnað var fyrir þær.

Sím­inn er kom­inn til lands­ins í tak­mörkuðu magni og er það Nova sem er með sím­ann til sölu í versl­un sinni í Kringl­unni. Apple hef­ur enn ekki gefið út op­in­ber­lega hvenær sím­inn fer í al­menna sölu hér á landi.

Fyrstu lönd­in fengu sím­ann í sölu á föstudag og hef­ur Apple til­kynnt um að næstu lönd fái hann í sölu þann 26. sept­em­ber.  

Frétt mbl.is: iPhone 6 kominn til landsins

Nýju símarnir frá Apple. IPhone 5 er lengst til vinstri …
Nýju símarnir frá Apple. IPhone 5 er lengst til vinstri en svo kemur iPhone 6 og þá iPhone 6 plús. Mynd/AFP
Raðir mynduðust fyrir utan Applebúðir á föstudag þegar iPhone 6 …
Raðir mynduðust fyrir utan Applebúðir á föstudag þegar iPhone 6 kom í sölu. Mynd/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert