MAVEN komið á braut um Mars

MAVEN var skotið á loft í nóvember á síðasta ári.
MAVEN var skotið á loft í nóvember á síðasta ári. AFP

MAVEN, ómannað geimfar Bandaríksu geimferðastofnunarinnar NASA komst á sporbraut um Mars á þriðja tímanum í nótt. Farið á að safna upplýsingar um hvernig loftslag á plánetunni hefur breyst. Áður var þar heitt og blautt en nú er kalt og þurrt.

Geimfarið ferðaðist 771 milljón kílómetra á 10 mánuðum áður en það náði til Mars. Ákaft var fagnað í stjórnstöð NASA í nótt þegar ljóst var að MAVEN hefði komist á leiðarenda.  

MAVEN mun meðal annars mæla efri lög lofthjúps plánetunnar og samsetningu lofthjúpsins.

Svífur yfir Mars í rúmt ár

NASA sendir MAVEN til Mars

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert