iOS-stýrikerfi Apple öruggt

AFP

Epli, umboðsmaður Apple á Íslandi, segir að það sé mjög ólíklegt að tölvuþrjótar nái að misnota svokallaða Shellshock-öryggisholu, sem greint var frá í fjölmiðlum í gær, í stýrikerfi Apple. Epli segir að iOS-stýrikerfið fyrir iPhone-snjallsíma og iPad-spjaldtölvur sé algjörlega öruggt.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Ólafur Sólimann, deildarstjóri fyrirtækjasviðs og viðskiptaþróunar hjá Epli, hefur sent til fjölmiðla varðandi Shellshock-öryggisholuna. Hann biður þá sérstaklega að vanda allan fréttaflutning um tæknimál.

Tilkynningin er svohljóðandi:

„Uppgötvast hefur verið um öryggisholu í stýrikerfum er byggja á UNIX grunni. Slík stýrikerfi eru t.d. þau sem byggja á opnum kóða (e. open source) eins og Linux og Ubuntu og einnig Mac Os X stýrikerfið fyrir tölvur frá Apple.

Svo að það sé hægt að nýta sér shellshock öryggisholuna þurfa þeir að fá aðgang að UNIX grunninum sem er opin í stýrikerfunum Linux og Ubuntu en ekki í Mac Os X.

Af þessu leiðir að mjög ólíklegt er að tölvuþrjótar nái að misnota öryggisholuna stýrikerfi Apple þar sem aðgengi að grunninum er frekar takmarkað og aðeins fyrir kunnáttumenn að eiga við, ólíkt þeim opnum kerfum sem um ræðir.

Af gefnu tilefni er svo rétt að taka fram að iOS stýrikerfi Apple sem er fyrir iPhone og iPad er algjörlega öruggt og hefur ekki shellshock öryggisholuna.

Epli vill biðja fréttamiðla um að vanda til muna undirbúning á fréttaflutningi varðandi tæknimál þar sem talsvert hefur verið um óvandaðar og ómarkvissar fréttir sem eru of oft litaðar af slæmum þýðingum og skilningsleysi.“

Viðvörun frá netöryggissveitinni

500 milljón tölvur í hættu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert