Endurvekja áhuga á kassettum

Árlegi Kasettudagurinn var haldinn í annað sinn í Bretlandi og Bandaríkjunum í gær. Markmiðið með deginum er að endurvekja áhuga fólks á hljóðsnældum með sérstökum viðburðum og útgáfum á kassettum. 

Andy Larsen, viðburðarstjóri Kassettudagsins, sagði hljóðsnældur mun áþreifanlegri útgáfu tónlistar en sú stafræna útgáfa sem við þekkjum í dag.

Rough Trade plötubúðin í Brooklyn var meðal þeirra sem tóku þátt. Viðskiptavinur verslunarinnar sagðist ánægður með framtakið og að kasettur gæfu honum eins konar fortíðarþrá. 

Dagurinn var haldinn í fyrsta sinn á seinasta ári, og þá aðeins í Bretlandi. Bandaríkin tóku því þátt í fyrsta skipti í ár. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert