Best að eldast í Noregi

Norden.org

Það er best að eldast í Noregi, samkvæmt nýrri rannsókn sem nær til 96 landa. Ísland er í sjöunda sæti listans en samkvæmt rannsókninni verður 21% jarðarbúa sextíu ára og eldri árið 2050.

Samkvæmt BBC er listi HelpAge International's Global AgeWatch byggður á félagslegri og efnahagslegri velferð fólks í ríkjunum 96. Ástralía, vesturhluti Evrópu og Norður-Ameríka koma vel út í samanburði við önnur ríki en það er verst að eldast í Afganistan.

Svíþjóð er í öðru sæti listans, svo Sviss, Kanada og Þýskaland. 

Sjá nánar hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert