Rauðu símaklefarnir verða grænir

Rauðu símaklefarnir eru eitt af einkennistáknum Lundúnaborgar. En nú hafa einhverjir þeirra skipt um lit og eru orðnir grænir. Þar er nú boðið upp á ókeypis farsímahleðslu sem er knúin áfram af sólarorku.

„Sólarklefarnir“ voru kynntir til sögunnar í gær en það eru tveir hugvitsnemendur við London School of Economics (LSE) sem áttu hugmyndina. Í klefunum er hægt að hlaða farsíma, spjaldtölvur, myndavélar og fleiri raftæki. Fyrsti klefinn var settur upp á Tottenham Court Road. Í janúar stendur síðan til að opna annan slíkan klefa og fleiri munu fylgja í kjölfarið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert