„Ástarhormón“ stjórna kynferðislegri hegðun

Ástfangið par.
Ástfangið par. AFP

Lítill hópur taugafruma sem bregðast við hormóninu oxytocin stjórna kynferðislegri hegðun. Að minnsta kosti í músum. Þetta er niðurstaða vísindarannsóknar.

Til að komast að þessari niðurstöðu „slökktu“ vísindamennirnir á þessum sérstöku taugafrumum. Þar með gátu þær ekki lengur brugðist við hormóninu.

Þegar var búið að uppgötva að „ástarhormónið“ væri lykilatriði í margvíslegum, félagslegum aðstæðum.

Án hormónsins drógust kvenmýsnar ekki meira að karlmúsum en legókubbi. Grein um rannsóknina hefur verið birt í tímaritinu Cell.

Taugafrumurnar sem um ræðir eru á svæði í heilanum sem er mikilvægur fyrir persónuleika fólks, nám og félagslega hegðun.

Þegar hormónið var takmarkað sem og þegar slökkt var á frumunum á fengitíma, misstu kvenmýsnar áhuga á karlmúsum. Á öðrum tímabilum áttu þær í hefðbundnum samskiptum við karlmýsnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert