Aldrei áður jafnhlýtt í september

Þurrkar eru að leggja hluta Kaliforníu í eyði. Huntington vatn …
Þurrkar eru að leggja hluta Kaliforníu í eyði. Huntington vatn er nú einungis brot af því sem það á að vera. AFP

Nýliðinn septembermánuður er sá hlýjasti í heiminum frá því samræmdar mælingar hófust árið 1880. Fylgir september þar fast í fótspor ágústmánaðar sem einnig var sá hlýjasti í sögunni. Hið sama gildir um maímánuð og ef fram fer sem horfir verður árið 2014 heitasta árið í sögunni.

Dr. Gavin Schmidt, loftslagsfræðingur hjá NASA, segir í samtali við Huffington Post að veðurfarið að undanförnu bendi allt í eina átt, hlýnandi loftslag á jörðinni. Ekki eigi að einblína á einn mánuð eða ár heldur þá þróun sem virðist eiga sér stað meðal annars vegna aðgerða mannsins.

Kalifornía er eitt þeirra ríkja Bandaríkjanna sem glíma við skelfilega þurrka og fjallar tímaritið National Geographic ítarlega um málið í októberhefti sínu.

Umfjöllun National Geographic

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert