Femínistum í tölvuleikjageira hótað lífláti

Anita Sarkeesian gagnrýnir tölvuleiki.
Anita Sarkeesian gagnrýnir tölvuleiki.

Femínískur gagnrýnandi tölvuleikja hefur hætt við að flytja erindi á ráðstefnu vegna morðhótana. Anita Sarkeesian er kanadísk-bandarísk og er ein margra kvenna í tölvuleikjageiranum vestanhafs sem hafa þurft að þola ítrekaðar hótanir vegna skoðana sinna.

 Sarkeesian hafði verið boðið að flytja erindi á ráðstefnu hjá Center for Women and Gender í háskóla í Utah. En í gær fékk yfirmaður stofnunarinnar sem og fleiri sem koma að ráðstefnunni hótanir um „fjöldamorðs árás“ vegna erindis Sarkeesian.

Sarkeesian sagði í færslu á Twitter að hún væri ekki að hætta við fyrirlesturinn vegna tölvupóstanna, heldur vegna þess að hún teldi að ekki væri hægt að tryggja öryggi í skólanum. Sagði hún að ekki væri hægt að gera vopnaleit á þeim sem kæmu á fyrirlesturinn svo dæmi væri tekið. „Vegna laga í Utah sem heimila fólki að bera skotvopn getur lögreglan ekki framkvæmd vopnaleit, þrátt fyrir að hótun hafi borist um fjöldamorð,“ skrifaði hún m.a. 

Hér má sjá dæmi um gagnrýni Sarkeesian.

Frétt BBC um málið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert