Fyrsta japanska farþegaþotan í áratugi

Fyrsta farþegaþotan sem framleidd og þróuð er í Japan í um fimm áratugi, hefur nú verið kynnt til sögunnar. Síðasta japanska farþegaþotan var tekin í notkun árið 1962. 

„Þessi farþegaþota er mjög umhverfisvæn. Hún gefur frá sér lítið af koltvíoxíði og er mjög hljóðlát,“ segir Teruaki Kawai, forstjóri flugvéladeildar Mitsubishi. Hann segir vélina eyða litlu miðað við sambærilega stórar vélar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert